19.3.2007 | 09:59
Áfram gakk
Hæ elskurnar og takk fyrir síðast þær sem komust út að borða á miðvikudaginn.
Í tilefni af umræðum sem hafa verið í gestabókinni hér á síðunni langar mig að skrifa þessi orð. Sitt sýnist hverjum en hér er amk. mín skoðun.
Það er hægt að færa megnið af dótinu sem er á hinni síðunni yfir á þessa. Vissulega þýðir það það að gamla bloggið situr eftir hinum megin en það er hvort eð er afar leiðinlegt að skoða það, ég á við það að ef maður ætlar að skoða fyrstu bloggin eða finna blogg frá ákveðnum degi þá þarf að fletta til baka í gegnum allar síðurnar sem eru sko margar! Ég veit ekki með ykkur en ég nenni því ekki. Ég veit ekki um neina okkar sem er að lesa gömul blogg... Ég get alveg haldið áfram að skrifa hér eins og hinum megin og ég fagna því að e-r okkar nenni að koma með breytingar og viðhalda síðunni okkar.
Mesti kosturinn við þessa síðu finnst mér líka vera myndaalbúmið hér á síðunni sem fylgir sama lykilorði og þarf ekki sér síðu og er ókeypis. Ég er að hugsa um að setja mínar myndir af ykkur inn hér og vona að aðrar geri það sama.
Slóðin á þessa síðu er á hinu blogginu og hin elsku síðan okkar hverfur ekkert. Þær sem kíkja einhvern tíman á síðuna geta ekki misst af þessum link.
Mér finnst þetta gott framtak Tobba.
Ingunn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Algerlega sammála sko...! miklu meiri möguleikar hérnamegin
kv. Þórý
Þórý (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.