Styrktartónleikar...

Grensáskirkja 28. mars 2007.
Diddú, Stefán Hilmarsson og Guðbjörg Magnúsdóttir.
Vow Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmad.
Verð 2100.- Tónleikarnir hefjast kl. 20.00

Naza 28. mars 2007.
Dr. Spock, Benny Crespo's Gang, Rass og Innvortis!
Verð 1200.- Tónleikar hefjast kl. 21.00

Fríkirkjan í Reykjavík 29. mars 2007.
Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds.
Verð 1200.- Tónleikar hefjast kl. 20.00


Um síðustu jól var ár síðan við misstum Margréti vinkonu okkar úr krabbameini og var
hún þá aðeins 24 ára gömul.
Hún barðist hetjulega við þann sjúkdóm í um fimm ár og gekk í gegnum ótrúlega
erfiðleika sem við, sem erum svo heppin að vera heilbrigð, getum ekki skilið.

Í gegnum Margréti og veikindi hennar kynntumst við Ljósinu og því frábæra starfi sem
þar er unnið. Það er langt síðan sú hugmynd að gera eitthvað til að styrkja Ljósið
kom upp og var upphaflega hugmyndin að halda myndarlegan kökubasar :)
Eitt kvöldið um síðustu jól sátum við vinkonurnar ásamt kærasta mínum yfir
rauðvínsglasi og talið barst að Margréti og hvernig væri hægt að nýta þessa erfiðu
lífsreynslu til þess að láta gott af sér leiða. Þá fengum við hugmyndina að
tónleikunum. Fallegir kórtónleikar, sem síðan stækkuðu jafnt og þétt með
rauðvínsglösunum þangað til þessir einu tónleikar voru orðnir að tónleikaröð, frá
kóratónlist til þungarokks.
Nú þremur mánuðum seinna (og eftir mun meiri vinnu en við bjuggumst við :) er þetta
orðið að veruleika. Við erum búin að fá flottan og fjölbreyttan hóp listamanna til
að leggja málefninu lið með því að gefa vinnu sína. Flest allir sem við höfum talað
við hafa verið ótrúlega hjálplegir og vinsamlegir og viljum við þakka öllum sem hafa
hjálpað okkur að láta þetta verða að veruleika.

Við vonum að sem flest ykkar komist til að skemmta ykkur konunglega við að styrkja
gott málefni.
Það hefur sjaldan verið jafn gaman að vera góður!!!

Bestu kveðjur...

með von um að sem flestir sjá eitthvað við sitt hæfi og mæti til að styrkja gott málefni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ vinkona mín (Sandra) sendi mér þennan póst og ég ákvað að skella þessari auglýsingu hérna inn :)
Vona að þið skellið ykkur á þessa snilldar tónleika :)

Sigríður Inga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband