Páskafrí

Sælar stelpur

Ég ákvað bara svona rétt eins og Þórdís að tjá mig eitthvað, bara svona til að láta aðeins heyra frá mér.

Annars er ekki neitt að frétta. Ég er heima í páskafríi og slappa af svona milli þess sem ég geri verkefni fyrir skólann, sem virðast hafa hrúgast inn á síðustu stundu rétt fyrir páska og á að skila rétt eftir páska Angry En annars er þetta allt að koma og sumarið á næsta leiti, þ.e. eftir próf.

Og það er svo sannarlega þess virði að leggja eitthvað á sig í lærdómi núna því þá get ég notið sumarsins þeim mun betur. Strax eftir próf er ég að fara í 10 daga námsferð til Skotlands með land - og ferðamálafræði og verður sú ferð án efa mikil snilld. Þar á eftir fer ég í 2 vikur til Mallorka með mömmu og pabba, bræðrum mínum, fjölskyldu annars þeirra og Pálma mínum og það hefur nú ekki gerst lengi að öll fjölskyldan hittist svona snemma. Dagskrá sumarsins er að öðru leiti ekki alveg komin á hreint, nokkrar óplanaðar helgar auk þess sem ég er ekki komin með vinnu Gasp sem ætti að valda smá áhyggjum... En ég hlýt að finna mér eitthvað að gera, hvort sem það verður í Rvk eða á Austurlandinu.

Ég ákvað að nota mér myndasíðuna og skella inn nokkrum myndum síðan á einhverjum hittingnum um árið, reyni að setja inn fleiri eftir þvi sem ég gef mér tíma til.

Hafið það sem allra best yfir páskana.

Ingunn

p.s. Til hamingju með bumbubúann Hildur. Það gat ekki verið að það væri engin okkar ólétt hehe Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband