8.4.2007 | 09:18
Enn og aftur ég
Sælar dúllurnar mínar og gleðilega páska
Mig langar að spyrja ykkur álits á einu. Hvernig fyndist ykkur að læsa síðunni? Það þýðir að bara þeir sem eru með lykilorð geta skoðað hana. Ég veit að með því geta aðrir ekki skoðað síðuna en ég veit svosem ekki hversu margir aðrir en við gera það... og það er þá svosem til lítils gagns fyrir þá, nema þetta er óbein auglýsing fyrir skólann. En kosturinn sem ég sé við þessa læsingu er sá að með henni gætum við sett upp heildar heimilisfanga-, netfanga - og símaskrá með upplýsingum um okkur allar. Þá væri auðveldara að hafa samband við allar þegar á að auglýsa stórviðburði og mun léttara að uppfæra skránna ef upplýsingarnar breytast. Ég held að það sé nauðsynlegt að læsa síðunni ef á að fara út í þetta því þetta eru upplýsingar sem maður (eða a.m.k. ég) kæri mig ekki um að liggi fyrir allra augum en þið megið alveg sjá þær.
Látið heyra frá ykkur.
Kveðja,
Ingunn
P.s. Ég skal taka að mér að gera þessa skrá ef það verður samþykkt.... en ekki fyrr en í maí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu Ingunn, þá getur líka hver go ein breytt upplýsingunum þegar það á við. En til að þetta verði verður að læsa síðunni (eins og þú bentir á) og mér finnst það allt í lagi.
Berglind Inga, 8.4.2007 kl. 15:29
Já ég er líka alveg sammála þessu... bæði að gera skrá og þá að læsa líka
Þórý (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:43
ég er alveg sammála ykkur, mér finnst að það ætti að læsa síðunni og setja upp svona upplýsingar um okkur
Marsibil (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:33
Já, ég er sammála :)
Gott að hafa yfirlit yfir stöðu á bankareikningum, fjölda barna og hvenær vil ætlum í sumarfrí... ;)
hehe... nei, ég er komin með svefngalsa (vaknaði 3.30 í morgun)
en já, ég er sammála síðustu 4 ræðumönnum (riturum).
Það gæti verið gott að hafa yfirlit yfir símanúmer, tölvupóstf0ng og þannig á öllum hópnum.
Svo erum við nottla með síðuna til að vera í sambandi,
ekki til að skrifa fyrir aðra ;)
En jú, ég er sammála :) og vil læsta síðu og nánari persónuupplýsingar :)
Sigríður Inga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.