Gleði í byrjun sumars

Hæhæ
Ég er að vinna í smá endurbótum á húsósíðunni.
Mig langar að biðja þær sem eru með blogg og/eða síðu á barnalandi að setja tengil undir bloggvinir á síðuna okkar. Finnst ykkur það ekki annars skemmtilegt að hafa tengil þar inni? Ef/þegar síðan verður læst er alveg óhætt að gefa þetta upp, þar sem það verða bara við sem munum sjá þessar upplýsingar.
Svo er ég að vinna í svona kynningu á hverri og einni gellu, svona svipað og var á síðustu síðu. Þar er ég að spá í að setja upp mynd og svo upplýsingar um heimilisfang, síma, tölvupóst og msn, eða eftir því sem fólk vill og á við.
Eru ekki allar sáttar við þetta annars? þ.e. þið sem fáið póstinn. Ég er ekki með netföngin hjá fleirum og sit bara inn tilkynningu á síðuna líka.
Ég veit ekki alveg hvað ég verð fljót með þetta, leggst kannski yfir þetta og dríf þetta af, það kemur í ljós.

En annars smá fréttir af mér. Skólinn er löngu búin, skilin voru þó ekki skörp því síðasta prófið var 14. maí sem var auðvitað mikill gleðidagur og strax þann 17. var lagt af stað í námsferð (lesist bjór - og viskíferð) til Skotlands. Það var frábært í alla staði, ágætis veður, stórskemmtilegur hópur og dagskrá frá morgni til kvölds svo ég lærði fullt og er mjög ánægð með fríið, sem ég kýs að kalla þetta því það var bara gaman að læra í leiðinni.

Svo er hið daglega líf tekið við, ég er byrjuð að vinna hjá Vegagerðinni í Reykjavík þar sem mitt starf er að búa til gagnagrunn fyrir teikningar sem ekki eru til á stafrænu formi Shocking. Nóg um það. Finnst fínt að vera í Bænum, nóg að gera. Því er samt ekki að neita að ég sakna aðeins sveitaballastemmingarinnar og landsbyggðarinnar, tala nú ekki um Austurlands þar sem veðrið virðist alltaf betra en hér Cool. En ég vinn það upp með því að fara bara í heimsókn austur.

Stefni til Mallorka eftir viku með allri fjölskyldunni minni og ég hlakka ekkert smá til, þó það mætti dreifa fríunum mínum aðeins meira. En það er svo sem ágætt að skella sér á meðan sumarið er ekki byrjað að fullu hér á klakanum. Svo er ég bara kát yfir sumrinu, sé fyrir mér endalausar útilegur um helgar, tíma til að gera allt, horfa á sjónvarpið, sauma, lesa, taka myndir og margt fleira skemmtilegt. Svo er bara spurning hversu mikið maður nennir að gera...

Jæja,  þetta er það eina sem mér dettur í hug í bili.

Vonast líka til að hitta ykkur sem flestar í sumar. Hafið það gott mínar kæru.

Kveðja,

Ingunn

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Ola chickas!   Vel gert Ingunn, ég bíð spennt eftir breytingum   Hinsvegar finnst mér leiðinlegt að upplýsa það að eingöngu þeir sem eru með blog hjá Mogganum (*slóð* .blog.is) geta verið bloggvinir. Það er kannski spurning að setja bara bloggsíður/barnalandssíður á upplýsingasíðuna með símanúmeri, netfangi og fleiru?  Og af því síðan verður læst er tilvalið að skella lykilorðum af BL-síðunum líka.

Kveðja,

Berglind (sem fer alveg rétt bráðum að sína lífsmark á þessari síðu )

p.s. fer ekki að koma að hittingi/étingi hjá okkur?  

Berglind Inga, 4.6.2007 kl. 17:04

2 identicon

Ég er mjög sátt við svona breytingar og finnst þetta frábært framtak!

Og Berlind ég er sko alltaf geim í hitting sérstaklega ef hann er einhverstaðar þar sem er gott að éta

Þórý (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband