18.6.2007 | 13:14
Hittingur í ágúst ...allar að koma!
Ég fékk sms frá Ingunni um daginn...
Húsógellu-útilega í Atlavík helgina 17.-19. ágúst...
Ætla ekki allar að mæta?
-Ég vona að ég verði ekki að vinna eða í prófum,
en það er möguleiki á báðum atriðum...
En ég amk. stefni á að koma og hitta ykkur :)
Vona að við fjölmennum og höfum stuð í nágrenni skólans góða í svo sem eina helgi.
En hvernig er það... er stefnt á heimsókn í skólann???
Verður hann nokkuð byrjaður?
Kv. Sigríður Inga -nýjasti íbúinn á Neskaupstað :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég verð byrjuð að vinna en ætla að sjálfsögðu að reyna að mæta!! Væri ekki ráð að þær stelpur að sunnan sem hafa hug á að mæta reyni að rotta sig saman og grenja góðan díl út úr Flugfélagi Íslands? ...eða ætlar fólk að keyra þetta?
Berglind Inga, 19.6.2007 kl. 11:39
ég reyni að mæta en fer eftir því hvort ég fái vinnu herna á leikskólann og pössun fyrir magnús, annars myndi ég bara taka hann með. en reyni samt að mæta. kveðja Freydís
Freydís Hrefna Hlynsdóttir, 19.6.2007 kl. 14:53
það verður liklegast verið að halda uppá afmælið hennar ömmu þessa helgi og þá kemst ég ekki :(
Marsibil (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 11:49
Jahá.. það vill svo til að ég verð að vinna þessa helgi og ekki möguleiki á að fá frí... Sorry Gellz
Guðríður (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 12:33
Hæhæ
Ég er meira en til í að kíkja í heimsókn í skólann. Mig minnir að það hafi alltaf verið kaffihlaðborð á sunnudögum meðan þetta er ennþá hótel á sunnudögum.
Við getum tjékkað á því.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.