26.6.2007 | 16:37
Húsógelluútilegan
Sælar stelpur
Við erum nokkrar sem erum að reyna að ná í ykkur allar og boða ykkur fagnaðarerindið um fyrirhugaða útilegu. Stefnan er s.s. að tjalda í Atlavík og gera e-ð skemmtilegt helgina 17.-19. ágúst. Eins og gengur komast aldrei allar og ég efast um að allar séu búnar að ákveða sig endanlega með hvort þær koma eða ekki.
Þessar gellur hafa tjáð sig um málið og eru heitar fyrir því að koma ef þær mögulega geta eru:
Sigríður, Auður, María, Tobba, Þórý, ég (Ingunn), Eva, Heiðdís, Berglind og Freydís
Þær sem komast ekki:
Lilja, Gauja, Hildur, Elva og Marsibil
Þær sem ég veit ekkert hvort koma eða ekki:
Sirrý, Anna, Hrafnhildur, Kristín, Rakel, Hrefna, Elsa, Þóra og Stefý.
Það væri gaman að fá þennan lista uppfærðan ef réttari upplýsingar liggja fyrir.
Svo er nú spurningin um það hvernig á að fara, þ.e. keyrandi eða með blikkdós á vegum flugfélags Íslands. Samkvæmt heimasíðu Flugfélagsins er lágmarksfjöldi 10 manns til að fá hópafslátt. Það er hins vegar ekki auðvelt að sjá hvort við myndum ná slíkum fjölda þar sem hópurinn er ansi dreifður um landið, m.a. eru margar okkar á Norðurlandi og svo auðvitað á Austurlandinu.
En ef fólk hefur áhuga á að fljúga (sem er náttúrulega gífurlega tímasparandi) held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af bílleysi á svæðinu, það verða einhver ráð með það.
En hvað finnst ykkur stúlkur mínar? Hvernig mynduð þið vilja fara ef þið ætlið á annað borð?
Endilega tjáið ykkur.
Kveðja,
Ingunn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ aftur
Vildi bara koma því á framfæri að ég er ekki svona stressuð fyrir þessa útilegu að ég þurfi að skipuleggja hana strax... Ég held bara að ef á að panta e-ð flug þá er betra að gera það með meiri fyrirvara en minni.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:49
Sæl Ingunn :)
Síðan framkvæmdir hófust fyrir austan er brjálæðislega erfitt að fá flug nema tímanlega svo það er skynsamlegt hjá þér að minna á þetta. Ég veit ekkert hvernig ég færi en ef einhver er til í að keyra þetta með mér (er staðsett á Bifröst) er ég alveg til í gott road trip
En ég er mega-heit fyrir þessari útilegu og kem pottþétt nema eitthvað alvarlegt komi upp á.
Kv.
Berglind
Berglind Inga, 26.6.2007 kl. 19:02
Ég kem bílandi frá Neskaupstað ef ég verð ekki í prófum...
og já, það er mikilvægt að bóka með nógu löngum fresti...
þá getiði líka fengið farið á 4000.- en ekki 12500.- aðra leið þannig að það munar um það!
Sigríður Inga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:49
Ég er til í ródtripp!
Tobba (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:11
Hæ hæ skvís :D ég kemst því miður ekki með þetta árið þar sem ég er að fara að vinna í "útlöndum" og kem ekki heim fyrr en fimmtudaginn 16 ágúst og á svo að byrja í háskólanum 20 :D Held að það verði eitthvað stress að flytja inn og svona sko ;) En allavega skemmtiði ykkur allveg endalaust vel og ég á allveg pottþétt eftir að hugsa til ykkar :D
Kristín (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.