13.7.2007 | 12:34
Út að borða - í orðsins fyllstu
Hæ elskurnar
Nú er komið að því að fara út að borða. Af því að það er sumar langar mig að stinga upp á Hljómskálagarðinum. Þar er stórt grill og bekkur með áföstum stólum og svo fullt af grasi sem hægt er að sita á. Svo er hægt að fara í útileiki eða sprella eitthvað eftir stemmingu og valta svo í bæinn.
Ég sting upp á miðvikudeginum 18. júlí. Ég ætla að vera mætt upp úr 6 til að taka grillið frá. Svo vonast ég bara til að hitta ykkur fljótlega eða upp úr 7 eða e-ð svoleiðis. Ég skal koma með kol.
Vonast til að sjá ykkur sem flestar.
Kveðja,
Ingunn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Ég er með!!! (just give me time að sannfæra kærastadýrið um ágæti þess að skreppa í bæinn eða lána mér bílinn )
Berglind Inga, 13.7.2007 kl. 12:37
æði :) smá upphitun fyrir reunionið
tobba (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 22:50
Sælar stelpur.. Ég kemst því miður ekki... þar sem ég ætti að vera fyrir vestan, en svo vill til að brjósklosið hjá mér gekk út aftur og kemst ég því miður ekki þar sem ég geng bara um með hækjur og vona að læknarnir finni hvað hægt sé að gera fyrir mig þar sem ég harðneita að fara í aðra aðgerð...
Guðríður (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 23:09
ójá ég er sko með!!!
Þórý (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 23:14
Ég er föst í vinnu á Rfj. þennan dag... þannig að ég mun ekki geta mætt :/
Bið að heilsa öllum og vona að þetta verði skemmtilegt kvöld...
GÓÐ HUGMYND!
Sigríður Inga (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 19:53
Ég mæti í fullu fjöri. Kannski kem ég með leynigest ef vel viðrar:)
Elva Dögg (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.