21.7.2007 | 16:28
Hæ hæ
Hæ hæ langt síðan að stelpan hefur tjáð sig hér . Það er allt gott að frétta ég og Eddi erum búin að trúlofa okkur og erum alveg rosa happý . Svo er bara verið að undirbúa og svona fyrir krílið hlökkum svo til að fá það í fangið . Enn ég er komin í dag akkurat 28 vikur og 4 daga já þetta líður hratt fynnst eins og það hafi verið í gær sem stefý hringdi og spurði mig hvort ég væri ólétt hehhe þar sem að ég sagðist ekki komast á reunion . Fannst kjánalegt að segja nei við hana þegar að ég var ólétt enn maður var ekki tilbúin að opinbera þá enda ekkert komið langt á leið heheh . Vona að ég geti nú farið að hitta ykkur sem fyrst enn ég hef bara átt að taka það rólega . Munið bara ef þið eigið leið á skagann endilega rennið við í kaffi er alltaf heima þar sem ég er hætt að vinna .Enn ætla að láta þetta gott heita enn láta fylgja myndir með þessari færslu sem er örugglega langt síðan sem þið hafið séð þær.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér Hildur! OG til hamingju með allt, óléttu og trúlofun! Hvenær er svo brúðkaupsdagurinn?
Og jiii þessar myndir!! Mamma mia hvað við vorum allar ungar og sætar
Kv.
Berglind
Berglind Inga, 21.7.2007 kl. 16:35
Til hamingju með þetta allt saman Hildur mín!
Frábært að sjá þessar myndir og já, eins og Berglind segir, voðalega vorum við ungar og sætar. Núna erum við bara sætar er það ekki
Ingunn (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 09:34
Æðislegt að það gengur svona vel hjá þér Hildur og til hamingju með allt
Og þið þarna kjánastelpur tali hver fyrir sig... ég er enþá ung og sæt hahaha Hélt að þið væruð það líka? en ekki hvað
Þórý (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:09
Hildur mín til hamingju með allt, ég kom ekki í heimsókn á sunnudaginn um Írska daga því dagurinn fór að mestu í að liggja í þynnku og svo varð helvítis síminn minn batteríislaus og ég gat hvergi hlaðið hann og númerið þitt var í honum :/ ég verð bara að vera í bandi næst þegar ég kem á skagann ;)
...jedúddiminn... þessar myndir... ég held bara að ég hafi tvöfaldast síðan þessi mynd var tekin 8/
Hvernig lýst ykkur annars á að setja inn nýjar myndir af okkur svo við getum séð muninn? Ég skal byrja...
Marsibil (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.