8.8.2007 | 12:07
Borðum saman
Sælar skvísur.
Þá er komið að því að ég loksins druslast til að taka þátt í þessari síðu. Ég var að tala við Ingunni og við vorum að velta fyrir okkur hvort að væruð ekki til í hitting í vikunni fyrir Atlavík?? Sko ég er nefnilega ein þeirra sem ekki komast þangað af því ég er að fara út þessa helgi að hitta kærastann minn en mig langar svo að hitta ykkur samt og þess vegna kom þessi hugmynd upp. Hvernig líst ykkur á það? Við erum að tala um mánudaginn 12. ágúst og Ingunn stakk upp á að við færum á Oliver. Eruð þið ekki allar til í það? Okkur skilst að þarna sé fínn matur á ágætu verði. Endilega látið vita sem fyrst hvort þið séuð ekki geim og endilega látið þetta berast til þeirra sem ekki kíkja mikið hingað á síðuna, ég er nefnilega sjálf bara með örfá símanúmer.
Vona að þið séuð til í þetta, þetta er fínt tækifæri líka að skipuleggja Atlavíkurferðina ;)
Hlakka til að heyra frá ykkur.
Elsa :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ.
Til er ég stelpur mínar.
Hlakka bara til að sjá ykkur og hita upp fyrir útileguna.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:30
Þetta á eðlilega að vera mánud. 13. en ekki 12. hehe
Elsa Rós (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:59
Hæhæ, ég kemst ekki þar sem ég verð að læra undir prófið mikla,
og verð stödd á austurlandinu þennan dag...
Sigríður Inga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:56
Hó hó... Spólum aaaaaðeins til baka hérna *spól* áttu kærasta Elsa??? (Ok, geri mér grein fyrir því að nú opinbera ég skort á lestri bloggsíðu þinnar...) Gleymdiru ekki að setja inn formlega tilkynningu þess efnis hér á síðuna?
En út að éta mánudaginn 13., fólk þarf nú að éta vissulega. "Því miður" verð ég í flugvél frá London á þessum tíma svo ég verð að segja pass, því miður. Góða skemmtun
Berglind Inga, 9.8.2007 kl. 21:27
Tad væri mjog svo gaman ad fara af sja framan i ykkur svona til tilbreytingar.. En tar sem eg verd stodd einhverstadar ut a sjo a einhverjum dalli a manudaginn ta verd eg sennilega lika ad missa af tessu i tetta skiptid :(
Kristin (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:11
ég er til... eins og alltaf;o)
Þórý (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:25
Hæ mætum bara kl 7 á oliver.
Hlakka til að sjá ykkur :)
Elsa (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.