15.8.2007 | 10:57
Pósturinn Páll
Þið eruð sennilega flestar búnar að fá ímeil frá mér, en ekki allar, svo ég hendi þessu hérna inn líka fyrir ótæknivæddu fríkin
(þið fyrirgefið, ég er búin að vera vakandi ansi lengi og leyfi mér því að skrifa það sem mér dettur í hug, plís ekki móðgast og vinsamlegast athugið að ég er ekki drukkin!)
vegna skuggalegrar aðsóknar að reunioninu sem átti að vera í Atlavík,höfum við ákveðið að blása það af og engin reunion verða haldin nætu 50 árin... nei nei ekki fá taugaáfall við höfum ákveðið að vera í bústað (nánari upplýsingar á næstunni), á suðurlandinu seinustu helgina í október ss 26-28 okt, bústaðurinn kostar ekkert, það eina sem þið þurfið að sjá um er þetta vanalega, tannbursti , bjórkassinn og g-strengurinn. Endilega reynum nú að fjölmenna á stórafmælisárinu okkar, þið hafið nægan tíma til að plana og fá frí í vinnunni. Ykkar áberandi fulla Tobba |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Haha...
ég fer tvísvar út í haust að heimsækja Matte, annars vegar núna um helgina, þegar reunionið átti að vera og hins vegar síðustu helgina í október, þegar reunionið á að vera, því þá er vetrarfrí í skólanum hjá mér. Það endar auðvitað með því að ég fari að taka þessu persónulega sko... hehe þið getið líka bara sagt mér ef þið viljið ekki hafa mig með ;) Nei ég er bara að grínast en fúlt samt að þetta þurfi að vera sama helgin... aftur :S
Elsa (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:32
Þarna er eitthvað að frétta af bústaðarmálum Tobba?
Þórý (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.