Eitthvað minna að ské hér!!

Já sæll... eigum við að ræða það eitthvað??? Hvað er að frétta steplur mínar?? Mér sýndist síðan okkar vera eitthvað pínu dauð þannig að ég ákvað þar sem ég er ekki í prófum að setja inn fréttir af mér því ég hef sko fréttir að færa Grin En fyrst vil ég fá að vita eitt... fóruð þið í bústaðinn á reunion? Eða var þetta kannski bara blásið af vegna lélegrar mætingar? 

Jæja á ég þá að segja ykkur fréttir... það eru nú einhverjar sem vita þetta... sumar vissu þetta líka fyrr en aðrar (Tobba þú ert of klár) Er ykkur nokkuð farið að gruna hvað ég ætla að segja ykkur?? Neii hélt ekki sko... en allavega þá er von á enn einu "Húsó-barninu" í maí Grin Já ég hef verið að geyma það inní mér síðastliðnu 4 mánuðina og er ekki ennþá búin að ná mér niður á jörðina af kæti yfir þessu InLove  Eru börnin "okkar" ekki orðin 7 núna? Hrefnu-son, Maríu-dóttir, Elvu-son, Lilju-dóttir, ÖnnuSillu-son, Freydísar-son og Hildar-son? Eða er ég að gleyma einhverjum Blush úff ég vona ekki! hmmm eða eru fleiri sem eru með laumufarþega?

Það er nú svo sem ekkert fleira að frétta af mér... langaði bara aðeins að reyna að koma smá lífi í síðuna og þar sem ég lumaði á einni frétt þá fannst mér tilvalið að tilkynna ykkur þetta svona formlega Wink

Heartluuuuuvvvvv MarsibilHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég var búin að segja það og segi það aftur: Innilega til hamingju,
það er ekki hægt að óska fólki of oft til hamingju með svona skemmtilegar fréttir :)

Vona að þú hafir það gott á meðgöngunni,
sem og við allar og alla daga :)

Hef ekkert að segja,
er í prófum og stressið er að fara með mig,
þannig að ég ætla að fara að læra meira...

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Freydís Hrefna Hlynsdóttir

innilega til hamingju með óléttuna marsibil, hehe já það eru alltaf einhverjir sem luma á fréttum, til dæmis ég hehe magnús orri verður 1 árs 18 jan og mun svo eignast lítið systkini um miðjan júni hehe rosalega fljótt að gerast. en já ég ætlaði allavega að senda knús á þig með óléttuna, heyrumst og farðu vel með þig...

Freydís Hrefna Hlynsdóttir, 8.12.2007 kl. 16:15

3 identicon

Til hamingju aftur  

passið ykkur að fela sönnunargögnin betur næst

En jamm við fórum 4 saman í bústað og áttum bara virkilega góða og kósí helgi, óheppnar að missa af. Þórý eldaði fullkomna lambasteik og við Anna Silla rústuðum þeim Ingunni í Partý og Co.

Vonum að fleiri komi næst

Tobba (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:24

4 identicon

Til hamingju báðar

Þórý (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:07

5 identicon

Já og Freydís mín, til hamingju líka

Tobba (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:09

6 identicon

Sælar allar saman og takk fyrir síðast þið úr bústaðnum

Hehe já, hugsanleg ólétta þín var mjög heitt umræðuefni í bústaðnum Marsibil.

Hjartanlega til hamingju með bumbubúana þið Marsibil og Freydís.

Ég lumma ekki á neinum fréttum, ekkert að ske nema próf og lærdómur.

Vil þó segja ykkur að það er stefnt á að fara út að borða um leið og jólin eru gengin yfir, s.s einhvern tímann í janúar eða febrúar. Og svo var líka svona hugmynd hjá okkur bústaðarstelpunum að halda svona föndurdag eða helgi í bústaðnum hennar Önnu Sillu sem er í Grímsnesi, s.s. að mæta í bústaðinn og föndra og spila og hafa það kósý.

Hvernig líst ykkur á?

Hafið það sem allra best, hvort sem þið eruð í prófum eða bara að jólast.

Kveðja,

Ingunn 

Ingunn (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 01:40

7 identicon

Freydís, innilega til hamingju :)

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 02:34

8 identicon

Takk fyrir allar kveðjurnar stelpur :)

Freydís við erum þá bara nánast samferða ;) gaman gaman! Til hamingju með bumbukrílið :*

Ohh líst rosa vel á út að borða en föndurferð... á hún þá að vera fyrir jól? get það allavega ekki... enda bara ein helgi til jóla og hún plönuð hjá mér.

Ég skil vel að þetta hafi verið aðalumræðuefnið... haha! Þetta hafa þá greynilega ekki verið stórfréttir fyrir margar ykkar ;)

Marsibil (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:22

9 identicon

Hæ hó

Já nei. Föndurferðin á ekki að vera fyrir jól, fyrirgefið að ég gleymdi að skrifa það. Okkur datt í hug að hafa hana í janúar, þá verða reyndar allar kannski komnar með ógeð af föndri en þá er kannski bara tilvalið að grípa útsauminn með... Endilgega tjáið ykkur með það hvernig ykkur líst á.

Kveðja,

Ingunn 

Ingunn (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:23

10 Smámynd: Berglind Inga

Til hamingju með óléttuna allar. Er ekki best að óska öllum til hamingju, maður veit aldrei hverju þið eruð að leyna okkur

Út að borða og föndur, lýst vel á það, ég mæti enda þarf maður alltaf að nærast 

Berglind Inga, 10.12.2007 kl. 14:04

11 identicon

Hæhæ og vá til hamingju Marsibil og Freydís þetta eru æðislegar fréttir. Þetta er sko það besta í lífinu að ganga með barn;)

kv Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:18

12 identicon

...og svo er Ausan nottla preggó líka ;)

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:06

13 Smámynd: Freydís Hrefna Hlynsdóttir

hehe já marsibil næstum samferða :) rétt mánuður á milli   vonansi gengur allt vel hjá þér og öllum bara :) hafið það sem allra best... bið að heilsa öllum :)

Freydís Hrefna Hlynsdóttir, 11.12.2007 kl. 14:52

14 identicon

Marsibil ertu með síðu fyrir litla bumbubúann?

Hrefna (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:43

15 identicon

Auður líka? :) ekki vissi ég það... hvenær á hún að eiga?

Hrefna; nei ég er ekki komin með síðu á barnalandi eða barnaneti... ætla ekki að gera það strax en ég blogga um meðgönguna á bloggsíðunni minni :)

Marsibil (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:13

16 identicon

Já vá til hamingju með þetta stelpur mínar.. Af mér er ekkert að frétta nema að ég var að kaupa mér íbúð og er farin að búa með sjálfri mér.. 

Bara gaman.. 

Gauja (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:57

17 identicon

Ég vildi að væri með einhverjar svaka spennó fréttir handa ykkur, en svo er víst ekki!! var bara að klára fyrstu önnina í háskóla og er komin í essó gamla að vinna :D Allir að stoppa ef þeir eiga leið um blönduós ;)

Til hamingju allar sem eruð óléttar ;)

Kristín (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband