Jólakveðja og aðeins meira

Hæ elskurnar og gleðilega hátíð.

Til að segja söguna þá er best að byrja á byrjuninni. Þegar við vorum í húsó eða á einhverju reunioninu (man það ekki) stakk einhver upp á því að við færum til útlanda á 10 ára afmælinu okkar, s.s. árið 2012. Það er bara eftir rúm 4 ár og því ekki seinna vænna en að fara að safna. Við ræddum þetta einmitt á reunionu um daginn við sem þar vorum og fannst mjög sniðugt. Þess vegna tók ég að mér að opna bankareikning á nafni okkar húsógellanna.

Hugmyndin er s.s. að þær sem vilja vera með í púkkinu borgi 500 kr. á mánuði inn á reikninginn, sem er lokaður til ársins 2011 eða 2012. Þá verðum við s.s. búnar að safna upp ágætis summu, sem dugar síðan upp í fargjaldið hjá hverri og einni. Ég vil samt taka það fram að það er ekkert ákveðið með þetta ferðalag, ef við verðum allar óléttar í einu eða þolum ekki hvor aðra eftir þennan tíma eða einhver sem búin er að safna allan tímann kemst ekki þá labbar sú hin sama bara út með peninginn, s.s. þetta er ekki glatað fé.

Til þess að upphæðin verði jöfn á kjaft þarf samt hver gella (sem ætlar að vera með) að borga jafna upphæð allan tímann, frá og með febrúar. Annars getið þið ímyndað ykkur vesenið sem verður þegar á að fara að reikna út þá upphæð sem hver og ein er búin að safna með vöxtum ef það er ekki sama upphæð á mánuði.  Það er mjög sniðugt að tala við bankann sinn og láta 500 kr dragast af einhverjum reikningi sjálfvirkt mánaðarlega. Ef einhver gella vill samt hætta fyrir árið 2011 eða 2012 að safna þá er það allt í lagi, bara að hafa samband.

Jæja, reikningurinn er 0167 18 465176 og kt. 1712832489.

Endilega tjáið ykkur um hverjar hafa áhuga á að vera með og hafið samband ef eitthvað er...

Ég veit a.m.k. að ég ætla að vera með og Þórdís, Tobba og Anna Silla. Og ég tek það aftur fram, ef verður ekki farið í þessa ferð þá fáið þið bara peninginn tilbaka. S.s. engu að tapa, allt að vinna Smile

Hlakka til að heyra frá ykkur

Jólakveðja,

Ingunn

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

líst vel á þetta plan. ég ætla að vera með... það er bara eitt vandamál... að muna að tala við bankann... þannig að það má alveg banka í hausinn á mér ef ég klikka á því! :)

Marsibil (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Berglind Inga

Alveg hreint frábær hugmynd! Ég er með!   ...það tekur kannski einhver að sér að hóa í okkur Marsibil í byrjun febrúar og minna á þetta

P.S. Er það ekki skylda hér að tilkynna trúlofanir, brúðkaup og barneignir?  Ég þarf að segja ykkur svolítið... 

Berglind Inga, 28.12.2007 kl. 00:08

3 identicon

jiii en spennó :D ekki láta okkur bíða svona kona

Marsibil (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:19

4 identicon

Ég er alveg til í að vera með...   Ég segi bara það sama og þær tvær á undan...  Bara minna mig á...

Gauja Húsógella.. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 20:09

5 identicon

Berglind?!?! HVAÐ?

Varstu að fá nýjan kött? Er kisan þín ólétt? Bakaðirðu pönnukökur?

Þýðir ekki að espa upp í manni forvitnina svona og segja svo ekki neitt! Út með sprogið!

Já, ég skal minna ykkur á þetta ef þið virðist vera að gleyma þessu elskurnar

Kveðja,

Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 20:49

6 identicon

Ég verð sko pottþétt með í þessu :)

Kristín (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 03:01

7 Smámynd: Berglind Inga

Haha, Ingunn, þú ert æðis   Var ekki að fá nýjan kött og gelda fressið mitt er ekki kettlingafullt nei. Og nei, ég bakaði ekki pönnukökur   En ég trúlofaði mig fyrir ekki svo löngu síðan    Þannig að kærastadýrið hefur vikið fyrir... unnustadýri!

Berglind Inga, 30.12.2007 kl. 15:11

8 identicon

JII! En gaman!  Hjartanlega til hamingju með trúlofunina og núverandi unnustadýr Berglind mín

Kveðja,

Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 16:19

9 identicon

TIL HAMINGJU ELSKU BERGLIND MÍN

Marsibil (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:05

10 identicon

það þarf ekki að minna mig á þetta... ég er búin að tala við bankann og fyrsta greiðsla kemur inn 1 feb 2008 :)

Marsibil (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:13

11 identicon

Til hamingju berglind

Þórý (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:01

12 identicon

Vá til hamingju Berglind

Hrefna (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband