Spara spara...

...Ojj bara! nei djók.

Ég vildi bara minna á að þær sem ætla að safna saman fyrir útlandaferð að 1 feb er að nálgast. Datt svona í hug að minna aðeins á þetta því ef það eru fleiri eins og ég, þá eru einhverjar sem eiga eftir að tala við bankann sinn og láta þá taka af sér þennan 500 kall á mánuðu. Persónuelga var ég bara að muna þetta núna og ætla að skella mér í bankann á morgun. Svo voru einhverjar búnar að þessu, þessar skipulögðu eins og Ingunn og svona Whistling

Allavega hér er copya úr færslunni hennar ingunnar um daginn, svona ef einhver veit ekkert um hvað ég er að tala og hefur ekki orku í að skrolla niður og leita Wink

"Hugmyndin er s.s. að þær sem vilja vera með í púkkinu borgi 500 kr. á mánuði inn á reikninginn, sem er lokaður til ársins 2011 eða 2012. Þá verðum við s.s. búnar að safna upp ágætis summu, sem dugar síðan upp í fargjaldið hjá hverri og einni. Ég vil samt taka það fram að það er ekkert ákveðið með þetta ferðalag, ef við verðum allar óléttar í einu eða þolum ekki hvor aðra eftir þennan tíma eða einhver sem búin er að safna allan tímann kemst ekki þá labbar sú hin sama bara út með peninginn, s.s. þetta er ekki glatað fé.

Til þess að upphæðin verði jöfn á kjaft þarf samt hver gella (sem ætlar að vera með) að borga jafna upphæð allan tímann, frá og með febrúar. Annars getið þið ímyndað ykkur vesenið sem verður þegar á að fara að reikna út þá upphæð sem hver og ein er búin að safna með vöxtum ef það er ekki sama upphæð á mánuði.  Það er mjög sniðugt að tala við bankann sinn og láta 500 kr dragast af einhverjum reikningi sjálfvirkt mánaðarlega. Ef einhver gella vill samt hætta fyrir árið 2011 eða 2012 að safna þá er það allt í lagi, bara að hafa samband."

Sparnaðar reikningurinn er 0167 18 465176 og kt. 1712832489.

Vona svo bara að sem taki þátt og svona

kveðja, Þórý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freydís Hrefna Hlynsdóttir

ég er með  er þá ekki fyrsta greiðsla 1 febrúar?

Freydís Hrefna Hlynsdóttir, 30.1.2008 kl. 13:48

2 identicon

Hæhæ Frábært. Jú, eða það er svosem ekkert svo mikilvægt að hún berist nákvæmlega 1. feb, en bara einhvern tímann í feb... Það er bara yfirleitt best að muna svona hluti (borga reikninga og þetta) 1. feb. Nema þú talir við bankann og fáir svona sjálfvirkt kerfi, þá þarftu ekkert að hafa neinar áhyggjur meira.

Ég efast reyndar um að þetta berist til allra. Freydís, værir þú til í að tala við Þóru og láta hana vita af þessu?

Ingunn Ósk (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:09

3 identicon

Ég veit ekki hvort ég verði með í sameiginlegum reikningi enn er að spá í að leggja bara fyrir  sjálf:) Ef ég skyldi fara þá væri gott að eiga á reikning enn er bara ekki viss hvort ég fari

HILDUR MARÍA (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:04

4 identicon

Hæhæ

Já flott, hugsaðu bara aðeins málið Hildur mín. Langaði bara að benda þér á að ef þú ferð ekki þá færð þú bara þinn hlut í peningum þegar við leysum reikninginn upp þarna 2011 eða 2012. Og eftir því sem fleiri borga inn á reikninginn, þeim mun hærri verður upphæðin og þá verða vextirnir hærri, og ef margar leggja saman í púkk verður upphæðin mjög líklega hærri en ef þú værir sjálf að leggja fyrir mánaðarlega. 

En allt í lagi, sjáðu bara til hvað þú gerir.

Kveðja,

Ingunn 

Ingunn (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband