Étingurinn ógurlegi

Jæja, nú fer ég að verða verulega svöng. Og þar er ekki hægt að segja annað en að lok febrúar sé í dag og byrjun mars er víst á morgunn svo ég vil fara að fá tímasetningu á þennan éting. Hvenær á að fara? Hvað segið þið með miðvikudaginn 5. mars? Kemstu þá Berglind? Mig langar líka að koma með tvær tillögur að stað þar sem við getum framkvæmt étinginn á. Fyrsti staðurinn er icelandic fish and chips ( http://fishandchips.is/ ) og hinn er Sjávarbarinn ( http://www.sjavarbarinn.com/ ). Það er styttra í bæinn frá icelandic fish and chips. Þessir staðir kunna nú að falla í grýttan jarðveg þar sem þetta eru fiskistaðir en þið skjótið þá tillöguna bara niður og komið með aðra betri.

Tjáið ykkur nú elskurnar, vonast annars til að sjá ykkur sem flestar.

Góða helgi

Ingunn

Ps. ég vil enn og aftur minna á ferðareikninginn okkar ægilega sniðuga, þær sem vilja vera með í að spara en eiga einfaldlega eftir að koma því í verk að leggja inn endilega kíkið á fyrri færslur og drífið í þessu eða hafið samband við mig ef það vakna einhverjar spurningar. Ég er í síma 8487802 eða fyrir þær sem eiga heimasíma þá er það 5904463, get samt ekki lofað því að vera heima.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er geim:)

Þórý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Berglind Inga

Ég vil vera með!    Miðvikudagurinn hentar alls ekki, en fimmtudagurinn væri strax betri. Ég er ekki mikill aðdáandi fisks en er samt sama hvert við förum, ég er svo dipló    Ferðasjóður... I'm working on it, ber fyrir mig mikilli gleymsku

Berglind Inga, 1.3.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Berglind Inga

Við nánari athugun á skipulagi mínu sé ég að ég er víst upptekin á fimmtudaginn og kemst ekki. Ég sé ekki að ég komist neitt í þessari viku, svona er það að geta ekki keyrt sjálfur og verða að láta skutla sér.  

Berglind Inga, 2.3.2008 kl. 11:20

4 identicon

Hvað þá bara með fimmtudaginn 13. mars?

Ingunn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Berglind Inga

Fimmtudagurinn 13. mars er fullkomið plan   Þá er ég meira að segja hvort sem er í bænum svo þetta getur ekki klikkað! Ííííík, ég hlakka til að sjá ykkur!

Berglind Inga, 2.3.2008 kl. 17:52

6 identicon

úje! nú lýst mér betur á ykkur því ég kemst 13. mars en hefði ekki komist í þessari viku  Svo ég er sátt og hlakka til að sjá ykkur

Þórý (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:44

7 identicon

Halló

Við getum líka kíkt á Sægreifann, það er víst voða fínn staður, góð humarsúpa og svona.

Bara ef einhver hefur skoðun á þessu...

Ingunn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Berglind Inga

Ég sé fram á þrumumætingu híhí     Ég væri alveg til í að fara eitthvað sem sérhæfir sig ekki í sjávarfæði sökum matvendni og ofnæmis en ef það er það eina sem þið getið hugsað ykkur þá er ég alveg geim 

Berglind Inga, 9.3.2008 kl. 18:12

9 identicon

fjúkk... ég hélt ég væri búin að missa af ykkur! En ég er til í að borða með ykkur 13 mars :D og er eigilega sammála Berglindi að mig langar ekkert sérstaklega á fiskistað :S

Ég hef verið svo löt að kíkja hérna inn að ég hálf skammast mín!!

Marsibil (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:30

10 Smámynd: Berglind Inga

Jey, Marsibil, tjékk!!

Berglind Inga, 10.3.2008 kl. 11:59

11 identicon

Já, ég hélt svosem ekki.... Var mest hissa á að hafa ekki fengið nein komment fyrr. Skiptir mig í sjálfu sér engu hvar við borðum. En eins og ég skrifaði í textanum þá er um að gera að skjóta tillöguna niður ef þið fílið hana ekki en koma með aðra tillögu! Nú er ég s.s búin að koma því af mér að þurfa að velja stað... mú ha ha.

Hvert viljið þið fara elskurnar?

Ingunn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:09

12 identicon

Himm ég er rosalega mikill aðdáandi eldbakaðra pizza (t.d. á eldsmiðjunni), en það kannski er frekar einhæft að fara á pizza stað?  Svo hef ég heyrt góða hluti af Austur indiafélaginu veit einhver eitthvað um það? eða annan indverskan stað því við höfum ekki prófað sols? Svo stendur Ítalía alltaf fyrir sínu (eða það finnst mér).... En svona fyrir utan allt þetta þá get ég öruglega étið allstaðar

Þórý (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:43

13 identicon

Einn enn.... tælenskur staður sem ég hef heyrt að sé rosalega góður Krua Thai http://www.kruathai.is/page1/page1.html Fjölbreyttir réttir og svona þannig lagað og ódýrt

Þórý (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:57

14 Smámynd: Berglind Inga

Ingunn, við erum svo kurteisar að við bíðum alltaf eftir að einhver annar segi það sem við hugsum   Ég er til í indverskt eða thai 

Berglind Inga, 11.3.2008 kl. 16:28

15 identicon

ég er til í eldsmiðjuna, ítalíu eða eitthvað indverskt :D

Marsibil (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband