31.3.2008 | 17:37
Jæja núna er komið að því
Og enginn hefur afsökun
Núna verður haldið alvöru húsógellurpartý. Hér á Vellinum leynist hin fullkomna aðstaða fyrir húsógellumenninguna, hér er skjólveggur, grill og bekkir, svo nú vantar bara ykkur í lopapeysurnar með bjórinn í annarri og pulsuna í hinni og Berglind etv með gítarinn.
Staður: Keflavíkurflugvöllur (Róluvöllur milli húsa 951 og 952)
Dagsetning: 23 apríl (afmælisdagurinn minn ) sem er dagurinn fyrir Sumardaginn fyrsta, svo ekki furða ykkur á fyllerísboði á miðvikudegi.
Tími: Þegar grillið er reddí
Hvað segiði eruði ekki til í smádjamm svona rétt fyrir lokakeyrsluna í skólunum?
Endilega látið heyra í ykkur esskurnar ;)
KV Tobba
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
ég er alltaf til í djamm.... ennnn ég er að fara til úglanda þennan dag:(
Þórý (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:21
Hvernig hljómar 11 apríl? næg gisting í boði ef þess þarf :)
Tobba (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:57
Hæhæ
Ég er til í þetta djamm, grillveisla og partý hljómar vel, þó ég haldi reyndar að gluggaveðrið sé að villa um fyrir þér Tobba... En jæja, ég á allavegana bæði ullarnærföt og snjóbuxur svo ég get mætt saman hvað tautar og raular.
Þitt er að finna dagsetningar. Ég er ekki að fara til útlanda fyrr en 18. maí. Föstudaginn 11. apríl er reyndar planað að fara í ferð á vegum björgunarsveitarinnar en ég er ekki búin að taka ákvörðun um það hvort ég fer eða ekki (sýnist allt stefna á heljarþrön í skólanum). Skal láta þig vita þegar ég veit það.
Hlakka til að frétta meira af þessu partýi.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:48
Er þá ekki bara málið að bíða með þetta eftir prófin?
þetta er alveg skelfilegur plan tími svo ég held það sé best að bíða bara pínu lítið, en þið allavega vitið af því að þetta er í nánd svo endilega verið reddí með pulsu og bjór ;)
Tobba (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:00
Ja, svo ég tali fyrir mig þá breytir það mig ekki það miklu. Það má nú fyrr vera að maður megi ekki vera að því að fara í eitt partý þó það séu að koma próf. En jú, það getur samt verið gáfulegra að bíða, þá hefur fólk meiri fyrirvara og þá er líka (oft) komið betra veður.
En þitt er held ég valið Tobba mín, ég kem ef ég er heima.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.