Reynum aftur...

Jæja, við Ingunn ákváðum að tékka hvort það væri meiri stemmning fyrir hitting og út að borða núna heldur en var um daginn Happy Þó svo hagkerfið sé alveg hrunið og allir á hausnum ættum við nú a.m.k að geta splæst í pulsu og kók bara til að hittast eða er þaggi? Woundering 

Hvernig lýst ykkur á t.d. miðvikudaginn 5. nóvember (miðvikudaginn í næstuviku)? Eða eru einhverjar með óskadag frekar? Kannski einhverjar sem eru að koma í bæjin fljótlega og vilja vera með?

Annað líka. Hvernig er með bústað... Eru einhverjar geim í smá vetrarferð í bústað (það þarf alls ekki að vera dýrt, sérstaklega ef margar eru með) eða eru allir of uppteknir í kreppunni við skóla og vinnu? Allavega ef það á að fara fyrir jól þarf að pæla í því fljótlega Wink

Endilega tjáið ykkur! kv. Þórý

P.s. er engin séns að ýta á enter án þess að fá svona risa greinarskil? Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er hjá m&p núna og verð eitthvað áfram. Svo er ég bara ein í bænum þannig að ég kemst ekkert út frá Emilíu Kristínu þannig að ég veit ekki hvenær ég kemst næst. Ég kæmist allavega frekar á dagin en kvöldin og þá þyrfti ég auðvitað að taka skottið með...

Marsibil (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Berglind Inga

Ég er afar sjaldan í bænum nema um helgar. Ég væri alveg til í hitting um helgi ef einhver vill, þá ekkert endilega um kvöld. Gætum hist með handavinnuna og kjaftað    (ehm... er maður "kominn á þann aldur" að maður vill frekar hittast með handavinnuna að degi til en til að djamma um kvöld? )

Berglind Inga, 28.10.2008 kl. 15:56

3 identicon

Hittingur að degi, kvöldi, í sundi, á kaffihúsi... ég er geim í hvað sem er, er yfirleitt laus um helgar, sérstaklega á daginn. Ennn er að vinna milli 17 og 18:15 svo það er seinniparturinn virka daga sem henntar mér verst

Þórý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:04

4 identicon

hæhæ

Mér finnst það ágætis hugmynd að breyta til og hittast um helgi og gera eitthvað annað en að fara út að borða. Möguleikarnir eru ótal margir... Saumó hljómar vel   og sund líka... Það er bara spurning um að ákveða eitthvað. Ég hef sjálf ekki tök á því að bjóða fólki heim, en væri alveg til í að fara heim til annara . Nema við gerum bæði, þ.e. förum út að borða og ákveðum eitthvað um framhaldið...

Ef stefnt er á helgi, hvaða helgi erum við að tala um? Ég er laus sunnudaginn 16. nóv... 

Kveðja

Ingunn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband