6.4.2007 | 11:18
Páskafrí
Sælar stelpur
Ég ákvað bara svona rétt eins og Þórdís að tjá mig eitthvað, bara svona til að láta aðeins heyra frá mér.
Annars er ekki neitt að frétta. Ég er heima í páskafríi og slappa af svona milli þess sem ég geri verkefni fyrir skólann, sem virðast hafa hrúgast inn á síðustu stundu rétt fyrir páska og á að skila rétt eftir páska En annars er þetta allt að koma og sumarið á næsta leiti, þ.e. eftir próf.
Og það er svo sannarlega þess virði að leggja eitthvað á sig í lærdómi núna því þá get ég notið sumarsins þeim mun betur. Strax eftir próf er ég að fara í 10 daga námsferð til Skotlands með land - og ferðamálafræði og verður sú ferð án efa mikil snilld. Þar á eftir fer ég í 2 vikur til Mallorka með mömmu og pabba, bræðrum mínum, fjölskyldu annars þeirra og Pálma mínum og það hefur nú ekki gerst lengi að öll fjölskyldan hittist svona snemma. Dagskrá sumarsins er að öðru leiti ekki alveg komin á hreint, nokkrar óplanaðar helgar auk þess sem ég er ekki komin með vinnu sem ætti að valda smá áhyggjum... En ég hlýt að finna mér eitthvað að gera, hvort sem það verður í Rvk eða á Austurlandinu.
Ég ákvað að nota mér myndasíðuna og skella inn nokkrum myndum síðan á einhverjum hittingnum um árið, reyni að setja inn fleiri eftir þvi sem ég gef mér tíma til.
Hafið það sem allra best yfir páskana.
Ingunn
p.s. Til hamingju með bumbubúann Hildur. Það gat ekki verið að það væri engin okkar ólétt hehe
30.3.2007 | 20:55
Jæja þá...
Hæ hó allar....
Þetta gengur ekki lengur sko... hingað kem ég á hverjum einasta degi og líka á gömlu síðuna og tuða oft í hausnum á mér ohh af hverju er engin búin að tjá sig síðan síðast... En hvenær skrifaði ég eiginlega inn síðast... Uss verð að taka mig á eins og reyndar sumar aðrar
Anyways... Það er nú ekki mikið nýtt að frétta af mér. Ég er bý enþá í Keflavíkinni og keyri á milli í skólann í RVK 4x í vuku (sem er svaka stuð...) í Háskólanum er ég að læra táknmálsfræði þó svo ég viti nú stundum ekki alveg hvað ég er að gera þar. Ekki það að námið er alveg áugavert og það er venjulega svaka stuð í skólanum og samnemendurnir (10 stelpur híhí) eru flestir alveg æði. Málið er bara að ég veit greinilega enþá ekkert hvað ég vill vera þegar ég verð stór haha og það er víst kostur að vita það áður en maður lærir eitthvað sem maður notar aldrei, eða svo er mér sagt En allavega er stefnan tekin á að klára árið með stæl og sjá svo til hvort skólinn er áfram málið í haust.
Hahh já eina merkilega sem hefur gerst hjá mér þessa dagana er að í dag var keyrt á mig þegar ég var að keyra heim úr skólanum og þó svo sé allt í key með mig, vokenni ég nú bílnum pínu. Er með krossaða putta að greyjið komist í viðgerð fyrir páska því það Þarf að skipta um hægra bretti og framhurð... Ætli ég fái flottan bílaleigubíl á meðan kaggin minn er í viðgerð... pæling
Jamm annars er ekkert annað að frétta held ég, bara allt við það sama svona
Tjáið ykkur svo endilega á þessari æðislegu síðu (þar sem ég get notað fjólubláann lit JESS)
Kossar og knús
Þórý
P.s. Til hamingju allar þið sem voruð að eignast börn (hafi ég ekki óskað ykkur til hamingju áður), Til hamingju Marsibil með nýju íbúðina og til hamingju Hildur með óléttuna
30.3.2007 | 20:19
Kveðja af hinni síðunni...
Hæ hæ ligg hérna veik upp í rúmi með vírus og það lekur úr augunum og hita algert pain .
Enn ætla bara að hafa þetta stutt þar sem ég þarf að hvíla mig .
Ástæða þess að ég kemst ekki á reunion er sú að ég er með lítið bumbukríli og er sett á milli 5 og 6 okt er komin 13 vikur semsagt þannig að nú vitið af hverju þessi dagsetning hentar mér ekki .
Kær kveðja Hildu M og Eddi og Bumbukrílið
p.s. Stefý mín þú hafðir rétt fyrir þér
23.3.2007 | 10:09
Vel gert !
Aldeilis frábær síða hjá þér Tobba!!
Ég er sammála þeim sem hafa tjáð sig hér á undan mér - öllum nema "Húsógellu". Þessi síða bíður upp á fleiri möguleika, er fallegri og skemmtilegri í uppsetningu auk þess að vera með stórglæsilegt myndaalbúm. Svo er hún líka gjörsamlega hálfvitaheld í notkun!
Ef einhver er ósáttur er um að gera að tjá það en vera samt manneskja til að setja nafnið sitt undir. Nafnlausar athugasemdir virka á mig eins og að skvetta vatni á gæs - snerta mig ekki á nokkurn hátt.
Hér er ég til í að vera með ykkur mínar elskulegu húsógellur
Með vaðandi vinsemd og virðingu,
Berglind Inga
p.s. ég er svo sjálfhverf að ég skellti sjálfri mér í "bloggvinir"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 20:21
Styrktartónleikar...
Grensáskirkja 28. mars 2007.
Diddú, Stefán Hilmarsson og Guðbjörg Magnúsdóttir.
Vow Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmad.
Verð 2100.- Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
Naza 28. mars 2007.
Dr. Spock, Benny Crespo's Gang, Rass og Innvortis!
Verð 1200.- Tónleikar hefjast kl. 21.00
Fríkirkjan í Reykjavík 29. mars 2007.
Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds.
Verð 1200.- Tónleikar hefjast kl. 20.00
Um síðustu jól var ár síðan við misstum Margréti vinkonu okkar úr krabbameini og var
hún þá aðeins 24 ára gömul.
Hún barðist hetjulega við þann sjúkdóm í um fimm ár og gekk í gegnum ótrúlega
erfiðleika sem við, sem erum svo heppin að vera heilbrigð, getum ekki skilið.
Í gegnum Margréti og veikindi hennar kynntumst við Ljósinu og því frábæra starfi sem
þar er unnið. Það er langt síðan sú hugmynd að gera eitthvað til að styrkja Ljósið
kom upp og var upphaflega hugmyndin að halda myndarlegan kökubasar :)
Eitt kvöldið um síðustu jól sátum við vinkonurnar ásamt kærasta mínum yfir
rauðvínsglasi og talið barst að Margréti og hvernig væri hægt að nýta þessa erfiðu
lífsreynslu til þess að láta gott af sér leiða. Þá fengum við hugmyndina að
tónleikunum. Fallegir kórtónleikar, sem síðan stækkuðu jafnt og þétt með
rauðvínsglösunum þangað til þessir einu tónleikar voru orðnir að tónleikaröð, frá
kóratónlist til þungarokks.
Nú þremur mánuðum seinna (og eftir mun meiri vinnu en við bjuggumst við :) er þetta
orðið að veruleika. Við erum búin að fá flottan og fjölbreyttan hóp listamanna til
að leggja málefninu lið með því að gefa vinnu sína. Flest allir sem við höfum talað
við hafa verið ótrúlega hjálplegir og vinsamlegir og viljum við þakka öllum sem hafa
hjálpað okkur að láta þetta verða að veruleika.
Við vonum að sem flest ykkar komist til að skemmta ykkur konunglega við að styrkja
gott málefni.
Það hefur sjaldan verið jafn gaman að vera góður!!!
Bestu kveðjur...
með von um að sem flestir sjá eitthvað við sitt hæfi og mæti til að styrkja gott málefni :)
19.3.2007 | 09:59
Áfram gakk
Hæ elskurnar og takk fyrir síðast þær sem komust út að borða á miðvikudaginn.
Í tilefni af umræðum sem hafa verið í gestabókinni hér á síðunni langar mig að skrifa þessi orð. Sitt sýnist hverjum en hér er amk. mín skoðun.
Það er hægt að færa megnið af dótinu sem er á hinni síðunni yfir á þessa. Vissulega þýðir það það að gamla bloggið situr eftir hinum megin en það er hvort eð er afar leiðinlegt að skoða það, ég á við það að ef maður ætlar að skoða fyrstu bloggin eða finna blogg frá ákveðnum degi þá þarf að fletta til baka í gegnum allar síðurnar sem eru sko margar! Ég veit ekki með ykkur en ég nenni því ekki. Ég veit ekki um neina okkar sem er að lesa gömul blogg... Ég get alveg haldið áfram að skrifa hér eins og hinum megin og ég fagna því að e-r okkar nenni að koma með breytingar og viðhalda síðunni okkar.
Mesti kosturinn við þessa síðu finnst mér líka vera myndaalbúmið hér á síðunni sem fylgir sama lykilorði og þarf ekki sér síðu og er ókeypis. Ég er að hugsa um að setja mínar myndir af ykkur inn hér og vona að aðrar geri það sama.
Slóðin á þessa síðu er á hinu blogginu og hin elsku síðan okkar hverfur ekkert. Þær sem kíkja einhvern tíman á síðuna geta ekki misst af þessum link.
Mér finnst þetta gott framtak Tobba.
Ingunn
16.3.2007 | 22:30
Fyrsta bloggið
Nú, það er ekki annað að gera en að byrja að hefjast handa
hér vantar
- blogg (en ekki hvað??)
- myndir
- mynd í hausinn (kemur seinnipartinn á morgunn)
- upplýsingar um okkur
Og ýmislegt skemmtilegt sem okkur dettur í hug! Endilega hjálpumst að
Tobba Verkstjóri
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)