5.6.2008 | 22:49
Hittingur?
Hæja gellur
Smá fréttir af mér fyrst: Er búin í skólanum þessa önnina og komin í félagsráðgjöf (ehh já ég veit ég er algjör skiptinemi En held ég endist nú samt í þessu). Vinn núna full time á leikskóla hérna í Keflavíkinni og býð eftir íbúð á stúdentagörðunum í bænum. Er ennþá að bíða því umsóknin mín fór í fokk ( úbbsí). En fyrst ég vinn á leikskóla sem er lokaður í smá tíma þá fæ ég sumarfrí í fyrsta skipti síðan.... Ever svo ef einhver hefur ekkert að gera í júlí þá endilega vera í bandi því ég sé framá að deyja úr leiðindum Hittir reyndar á að ná fríi framyfir verslunarmannahelgi svo ég næ loksins loksins að fara til Eyja vúhú!!! Hef annars alltaf verið að vinna sem er ekki tjaa beint skemmtilegt. Allavega himm hugsa það sé ekkert merkilegra að frétta hérnamegin... engin ólétta eða neitt svona skemmtó eins og hjá svo mörgum hehe
Svo kemur aðalatriðið: Hvernig lýst ykkur á smá hitting í næstu viku? Nánar tiltekið á Þriðjudaginn, annað hvort smá éting svona um 7 leitið eða bara á kaffihús um kvöldið? Sá að Freydís er í bænum og svona þá er kannski hægt að hitta hana (er það ekki annars Freydís? ), fá fréttir af jarðskjálftasvæðum (ef Anna og Tobba komast), barninu sem verður vonandi mætt í partý hjá Marsibil eða bara eitthvað annað, ekki eins og við þurfum neina sérstaka ástæðu til að hittast og svona er það nokkuð?
Allavega, Tjáið ykkur um komur og svona. Hlakka til að sjá ykkur skvísur!
Kveðjur úr Keflavíkinni, Þórý (P.s. Ingunn er að sjálfsögðu mastermind með hittinginn sko hehe)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jú ég er sko til í hitting, en ég lofa nottla engu þar sem ég er sett eftir aðeins 9 dagaen allavega er ekkert að gerast þannig að ég vonast til að geta mætt :)
Freydís Hrefna Hlynsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:59
Hæhæ
Já, ég ætla að mæta og mér er alveg sama hvort það verður matur eða bara kaffihús um kvöldið.
Á ekki bara að heyrast með það?
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:59
Hæhæ. Það á að fara út að borða. Það er þá mæting í kvold á Tabasco, Hafnarstræti 1 kl. 19:30. Sjáumst vonandi sem flestar.
Kveðja,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:42
Sælar aftur
Ég hljóp aðeins á mig. Hittingurinn er auðvitað annað kvöld, þ.e. þriðjudagskvöldið 10. júní en ekki í kvöld eins og ég sagði.
Sjáumst
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:11
Hæhæ
Kemst því miður ekki með ykkur í kvöld :(
EN Marsibil til hamingju með skvísuna aftur
Tobba (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:05
Ég sá mér ekki fært að mæta þar sem skvísan mín mætti á svæðið föstudaginn 06.06 :)
Marsibil (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.