Montið mitt

Ég var nú búin að nefna það í einhverju kommenti hérna frá mér að ég átti litla prinsessu 06.06.08. Hún var 16,5 merkur og 54cm... engin smásmíði! Enda lét hún bíða eftir sér í 10 daga + 9mánuði ;) Við létum svo skíra hana á laugardaginn 28.06 og gáfum  henni nafn í leiðinni. Hún fékk nafnið Emilía Kristín sem er í höfuðið á systir Guðjóns sem er látin og mömmu minni. Hér er svo mynd af Emilíu Kristínu í skírnarkjólnum ;)

Emilía Kristín

Annars er bara allt gott að frétta af mér... er búin að vera meira og minna heima fyrir síðan Emilía fæddist, hún er mikil brjóstakona og þá er eins gott að vera tilbúin þegar kallið kemur ;) mér líkar móðurhlutverkið mjög vel og gat ekki ímyndað mér hvað maður getur elskað svona litla manneskju mikið og eitt endalausum tíma í það eitt að horfa á hana sofa!! Við ætlum að fara að ferðast aðeins með hana núna, fara kannski í sumarbústað í vikunni, írskir dagar eru svo næstu helgi og við megum ekki láta okkur vanta þar frekar en hin árin og svo er Húnavaka helgina eftir það. Við ætlum svo líka í Fljótin í júlí og svo á Fiskidaginn mikla í ágúst þannig að það er eins gott að Emilíu líki vel við bílinn og bílstólinn ;) Eru einhverjar ykkar að fara á eitthvað af þessum bæjarhátíðum?

Kossar og knús til ykkar. Kv. Marsibil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Marsibil

Til hamingju með dömuna þína og frábært að heyra að allt gangi vel.

Mér þykir þú ætla að vera á faraldsfæti, enda er það um að gera svona yfir sumartímann.

Því miður verð ég ekki á neinum af þessum hátíðum, er á leiðinni austur akkurat núna um helgina þegar írsku dagarnir verða, en þar hef ég reyndar verið undanfarin ár. Svo er stefnan að vera á bræðslunni á Borgarfirði eystra þegar hún verður og svo á þjóðhátíð, þannig að ég er að elta aðeins aðrar hátíðir en þið fjölskyldan.

Vonast samt til þess að geta kíkt á ykkur og Emilíu einhvern tímann í sumar, en við heyrumst nú betur með það seinna.

Kveðja,

Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband