Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.1.2009 | 12:49
janúar hittingur
hæ skvísur. ég var búin að segjast ætla að bjóða ykkur heim í janúar og ætla að reyna að standa við það. Hugmyndin mín var bara að við myndum hittast til að kjafta, þær sem eru að handavinnast eitthvað mega endilega koma með það með sér og svo væri gaman ef allir kæmu með smá "veitingar" Bara eitthvað lítið þannig að við höfum eitthvað að maula ;) ég skal sjá um gos og eitthvað smá að maula líka :)
Nú er það bara spurning um hvenær þið viljið koma? hvaða vikudagur hentar best, eða hentar alls ekki? Ég get ekki gert þetta frá mið-sun í næstu viku en vikan eftir það er alveg laus... hvað segið þið?
kv. Marsibil sem langar svo að fara að hitta ykkur :)
7.11.2008 | 12:08
Frekjan ákveður eitthvað
Sælar stelpur
Jæja, þar sem engin virðist ætla að ákveða neitt með næsta fund okkar þá ætla ég að ríða á vaðið og koma með tillögu að hittingi. það kemur þá bara í ljós hverjar koma og hverjar ekki.
Staður: Kaffihús á stórhöfuðborgarsvæðinu, staðsetning nánar auglýst síðar.
Tími: Sunnudagurinn 16. nóv kl. 16:00.
Þannig að þær sem vilja geta mætt með útsauminn, prjónana og föndurbækurnar. Höfum það bara kósý.
Sjáumst vonandi sem flestar.
Kveðja,
Ingunn
28.10.2008 | 01:42
Reynum aftur...
Jæja, við Ingunn ákváðum að tékka hvort það væri meiri stemmning fyrir hitting og út að borða núna heldur en var um daginn Þó svo hagkerfið sé alveg hrunið og allir á hausnum ættum við nú a.m.k að geta splæst í pulsu og kók bara til að hittast eða er þaggi?
Hvernig lýst ykkur á t.d. miðvikudaginn 5. nóvember (miðvikudaginn í næstuviku)? Eða eru einhverjar með óskadag frekar? Kannski einhverjar sem eru að koma í bæjin fljótlega og vilja vera með?
Annað líka. Hvernig er með bústað... Eru einhverjar geim í smá vetrarferð í bústað (það þarf alls ekki að vera dýrt, sérstaklega ef margar eru með) eða eru allir of uppteknir í kreppunni við skóla og vinnu? Allavega ef það á að fara fyrir jól þarf að pæla í því fljótlega
Endilega tjáið ykkur! kv. Þórý
P.s. er engin séns að ýta á enter án þess að fá svona risa greinarskil?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 11:38
Hittingurinn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2008 | 16:08
Slúður!
æjj fannst bara hálf lélegt að vera alltaf að kíkja hingað inn og sjá hvort eitthvað er að gerast og gera svo aldrei neitt í því að ekkert gerist!
Og Fyrirsögnin er bara villandi því ég hef ekkert gott slúður handa ykkur, vildi bara tékka hvort ég fengi ekki einhver viðbrögð hehe Ég er enn bara í HÍ í félagsráðgjöf og er nr. 29 á lista til að fá stúdentaíbúð í bænum. Vinn svo á leikskóla í Keflavíkinni poggu stund á daginn, aðallega bara til að geta sagst vera að vinna með skóla og fá vorkunn (djók, það vorkennir mér engin, því miður annars gæti ég kannski sníkt péning af þeim... ). Annars bara ekkert merkilegra að frétta.
En er ekkert að frétta hjá neinum? Ekki einu sinni nein ólétt eða eitthvað skemmtilegt?
knús frá Þórý (sem finnst að fólk eigi að blogga meira svo það sé hægt að skemmta sér yfir því í staðin fyrir að læra)
P.s. Hey fer svo ekki að koma tími á einhvern smá hitting?
4.7.2008 | 08:09
Hörmulegar fréttir...
Sælar stelpur!
Ég las Dagskrána í gær (frétta / sjónvarpsvísinn) sem er dreyft hérna um austurland og rakst á sorglega frétt:
Lárus Stefán, sonur Þráins skólastjóra er dáinn og var hann jarðarður í gær í Reykjavík.
Mér datt í hug að við myndum útbúa kort og senda Þránni og fjölskyldu
og jafnvel að senda smá peningaupphæð inn á reikning í nafni Lárusar sem
hefur verið stofnaður af fjölskyldunni til að sporna við einelti,
en ég veit með vissu að Lárus átti ekki sjö dagana sæla vegna þess andskota...
Reikningsnúmerið er 305-13-303030.
Endilega hafið samband ef þið vijið vera með í þessu...
Sigríður Inga
Hérna er tilkynningin úr fréttablaðinu í gær:
Yndislegi sonur okkar og bróðir,
Lárus Stefán Þráinsson
Stekkjarseli 4, 109 Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag
fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast Lárusar er bent á minningarsjóð
sem stofnaður hefur verið í hans nafni og er ætlaður
til að vinna gegn einelti. Kaupþing banki vistar
sjóðinn á reikning 305-13-303030.
Þráinn Lárusson Ingibjörg Helga Baldursdóttir
Þurý Bára Birgisdóttir Þórhallur Birgisson
Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir
Kristján Stefán Þráinsson
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.7.2008 | 00:08
Montið mitt
Ég var nú búin að nefna það í einhverju kommenti hérna frá mér að ég átti litla prinsessu 06.06.08. Hún var 16,5 merkur og 54cm... engin smásmíði! Enda lét hún bíða eftir sér í 10 daga + 9mánuði ;) Við létum svo skíra hana á laugardaginn 28.06 og gáfum henni nafn í leiðinni. Hún fékk nafnið Emilía Kristín sem er í höfuðið á systir Guðjóns sem er látin og mömmu minni. Hér er svo mynd af Emilíu Kristínu í skírnarkjólnum ;)
Annars er bara allt gott að frétta af mér... er búin að vera meira og minna heima fyrir síðan Emilía fæddist, hún er mikil brjóstakona og þá er eins gott að vera tilbúin þegar kallið kemur ;) mér líkar móðurhlutverkið mjög vel og gat ekki ímyndað mér hvað maður getur elskað svona litla manneskju mikið og eitt endalausum tíma í það eitt að horfa á hana sofa!! Við ætlum að fara að ferðast aðeins með hana núna, fara kannski í sumarbústað í vikunni, írskir dagar eru svo næstu helgi og við megum ekki láta okkur vanta þar frekar en hin árin og svo er Húnavaka helgina eftir það. Við ætlum svo líka í Fljótin í júlí og svo á Fiskidaginn mikla í ágúst þannig að það er eins gott að Emilíu líki vel við bílinn og bílstólinn ;) Eru einhverjar ykkar að fara á eitthvað af þessum bæjarhátíðum?
Kossar og knús til ykkar. Kv. Marsibil
26.6.2008 | 17:49
lítil prinsessa fædd :)
já þann 19 júní kl 06:00 skaust þessi litla dama í heiminn eftir 4 daga bið, hún vóg 3265g og var 49cm og höfuðmálið var 36cm. Þegar hún var aðeins 2 daga gömul fór hún í aðgerð hun var með blöðru á hægri eggjastokkinn sem var talið vera góðkynja æxli sem þurfti að fjarlægja og hægri eggjastokkurinn var líka fjarlægður því það var komið drep i hann líka, en dömunni heilsast vel og finnur ekkert til í skurðinum, saumarnir verða svo teknir á mánudag eða þriðjudag. já vildi bara svona segja að allt gekk mjög vel og litlu dömunniheilsast vel :)
kveðja : Freydís :)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2008 | 22:49
Hittingur?
Hæja gellur
Smá fréttir af mér fyrst: Er búin í skólanum þessa önnina og komin í félagsráðgjöf (ehh já ég veit ég er algjör skiptinemi En held ég endist nú samt í þessu). Vinn núna full time á leikskóla hérna í Keflavíkinni og býð eftir íbúð á stúdentagörðunum í bænum. Er ennþá að bíða því umsóknin mín fór í fokk ( úbbsí). En fyrst ég vinn á leikskóla sem er lokaður í smá tíma þá fæ ég sumarfrí í fyrsta skipti síðan.... Ever svo ef einhver hefur ekkert að gera í júlí þá endilega vera í bandi því ég sé framá að deyja úr leiðindum Hittir reyndar á að ná fríi framyfir verslunarmannahelgi svo ég næ loksins loksins að fara til Eyja vúhú!!! Hef annars alltaf verið að vinna sem er ekki tjaa beint skemmtilegt. Allavega himm hugsa það sé ekkert merkilegra að frétta hérnamegin... engin ólétta eða neitt svona skemmtó eins og hjá svo mörgum hehe
Svo kemur aðalatriðið: Hvernig lýst ykkur á smá hitting í næstu viku? Nánar tiltekið á Þriðjudaginn, annað hvort smá éting svona um 7 leitið eða bara á kaffihús um kvöldið? Sá að Freydís er í bænum og svona þá er kannski hægt að hitta hana (er það ekki annars Freydís? ), fá fréttir af jarðskjálftasvæðum (ef Anna og Tobba komast), barninu sem verður vonandi mætt í partý hjá Marsibil eða bara eitthvað annað, ekki eins og við þurfum neina sérstaka ástæðu til að hittast og svona er það nokkuð?
Allavega, Tjáið ykkur um komur og svona. Hlakka til að sjá ykkur skvísur!
Kveðjur úr Keflavíkinni, Þórý (P.s. Ingunn er að sjálfsögðu mastermind með hittinginn sko hehe)
18.5.2008 | 21:44
Ekki fréttir...
Þar sem ég er nú hætt að vinna í bili og hef lítið annað að gera en að bíða eftir að krílið mitt láti sjá sig (er sett 27 maí) og hanga í tölvunni þá ætlaði ég að vera voða dugleg og setja inn myndir frá 3 síðustu hittingum sem ég hef mætt með myndavél á en það tekur allan heimsins tíma að setja þær inn þannig að ég bara hætti við... sorry girls En þar sem ég var nú búin að logga mig inn þá fannst mér ég vera knúin til að skrifa nokkrar línur þótt ég hafi ekkert að segja Lífið gengur bara sinn vanagang. Ég bý ennþá með karlinum mínum og við erum ennþá í Grafarvoginum í íbúðinni sem við keyptum fyrir ári síðan. Erum ennþá að bíða eftir frumburðinum og ég var ennþá að vinna á leikskólanum en hætti því á fimmtudaginn bara til að hafa smá orku fyrir komandi tíð Ég er með síðu fyrir ófædda krílið ef ykkur langar að fylgjast með... hún er barnaland.is/barn/69339 en hún er harðlæst og þið verðið bara að biðja um lykilorðið þar eða á msn Það er lítið gagn í að hafa hana læsta ef ég set lykilorðið hér
Bara svona í lokin ætla ég aðeins og monta mig af bumbunni minni, en þessi mynd er reyndar 2ja vikna gömul og kúlan orðin aðeins stærri
Læt þetta gott heita í bili, og skora á alla að koma með smá fréttir af sér
Kv. Marsibil bumbulína